MYNDIR: Jafntefli gegn Stjörnunni
Það varð stórmeistarajafntefli á Sparisjóðsvellinum þegar Stjörnupiltar komu þangað í heimsókn í Pepsi-deildinni. Niðurstaðan varð 1-1 í kaflaskiptum leik þar sem liðin sóttu á víxl og geta bæði nagað sig í handarbökin að hafa ekki sett boltann oftar í netið. Eygló Eyjólfsdóttir var mætt með myndavélina á völlinn og býður upp á þessa syrpu.
Leikur án fordóma. Munum það...
Stórsókn að marki gestanna.
Stjörnumenn enn í vörn.
Alen skallar framhjá í dauðafæri.
Magnús Þórir stingur honum inn fyrir...
...og Hörður skorar laglega.
Staðan orðin 1-0.
Maggi í sókninni...
...Gaui í færi...
...og Haukur skýtur í stöngina! Djö...
Haukur Ingi lætur vaða.
Kiddi Jakobs er ekki sá vinsælasti í Keflavík þessa dagana...
Lasse átti stórleik.
Kristján þakkar fyrir sig.