Fréttir

Knattspyrna | 30. júlí 2008

MYNDIR: Jafntefli í Árbænum

Keflavík er komið niður í 2. sæti Landsbankadeildar karla eftir 3-3 jafntefli gegn Fylki.  Við erum þá einu stigi á eftir FH á toppnum.  Leikurinn í Árbænum var svo sannarlega fjörugur og skemmtilegur.  Þrátt fyrir að komast í 3-1 forystu náðu piltarnir ekki að innbyrða sigur og eftir að við misstum mann út af tókst Fylkismönnum að skora tvö mörk undir lokin.  Næst á dagskránni er heimaleikur gegn HK miðvikudaginn 6. ágúst og eftir tvö jafntefli í röð þurfa okkar menn svo sannarlega á sigri að halda til að halda sínu í toppbaráttunni.

Hirðljósmyndarinn Eygló Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu mætt í Árbæinn og hér kemur myndasyrpa hennar frá leiknum.  Þar á meðal eru myndir af öllum mörkum Keflavíkur og Eygló hefur því verið vel á verði því fyrsta markið kom næstum því áður en leikurinn hófst.


Velkomin til leiks!


Gummi skorar eftir 24 sekúndur.  Jú, 24 sekúndur!


Menn nokkuð sáttir við fyrirliðann.


Maggi lætur vaða.


Og Kenneth kominn í sóknina.


Gummi aftur á ferðinni, í þetta sinn með skalla.


Og boltinn í netinu.


Maggi með góðan sprett.


Ljótt atvik við lok fyrri hálfleiks.


Hörður skorar þriðja markið.


"Hey, búinn að skora!"


Allir fagna nema Símun sem er eitthvað út undan.


Ánægðir með gang mála enda staðan orðin þægileg.


Heimamenn fá fríspark undir lokin.


Og þessi endar í netinu...