Fréttir

Knattspyrna | 10. maí 2011

MYNDIR: Jafntefli í Vesturbænum

Það var barátta og dramatík í Vesturbænum þegar okkar menn og heimamenn í KR skildu jafnir í öðrum leik Pepsi-deildarinnar þetta sumarið.  Lokatölur urðu 1-1 í leik þar sem hjartsláttur leikmanna, aðstandenda og stuðningsmanna liðanna hefur sjálfsagt nokkrum sinnum rokið upp fyrir hættumörk.  Eygló Eyjólfsdóttir var mætt með myndavélina í Frostaskjólið og hér fylgir myndapakki frá henni.


Guðmundur mættur í Vesturbæinn.


Við öllu búnir í vörninni.


Guðjón með Njarðvíking í heljargreipum.


Hannes markmaður KR í smágönguför...


...en Jóhann skýtur rétt yfir.


Ómar tekur af skarið.


Gula á loft.


Hilmar Geir búinn að skora fyrsta markið.


Og fagnar vel.


Fögnuðurinn allsráðandi.


Markaskorarinn Hilmar Geir.


KR í sannkallaðri nauðvörn.


Haraldur fyrirliði við öllu búinn.


Grétar í sínum fyrsta leik.


Smáhasar í lokin eins og í öllum alvörufótboltaleikjum.


Þakkað fyrir stuðninginn í leikslok.