MYNDIR: Keflvíkingar fremstir í flokki
Það er óhætt að segja að Keflvíkingar hafi verið fremstir meðal jafningja þegar viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðir Landsbankadeildar karla voru afhentar í höfuðstöðvum KSÍ. Guðmundur Steinarsson var þar valinn besti leikmaðurinn, Kristján Guðmundsson besti þjálfarinn og stuðningsmenn Keflavíkur fengu einnig viðurkenningu. Þá voru þeir Guðmundur, Guðjón Árni Antoníusson og Hallgrímur Jónasson valdir í úrvalslið umferðanna. Það er sérstök dómnefnd sem ákveður hverjir fá viðurkenningarnar en þeir sem eiga fulltrúa í nefndinni eru Stöð 2 Sport, DV, Gras.is, Íslenskar getraunir, Fótbolti.net, Morgunblaðið, RÚV, Sport.is og Landsbankinn. Hér koma nokkrar myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók við afhendinguna og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans og Fótbolta.net.
Glæsilegir fulltrúar Keflavíkur.
PUMA-sveitin tók við 100.000 kr. sem renna til unglingastarfs Keflavíkur.
Guðjón Árni var vel að því kominn að vera valinn í úrvalsliðið.
Hallgrímur lék sinn fyrsta landsleik í vor og hefur verið að leika vel með Keflavík.
Guðmundur og Guðni Ívar sonur hans ánægðir með verðlaunin.
Kristján brosir út að eyrun með sín verðlaun.
Úrvalsliðið stillir sér upp.