Fréttir

Knattspyrna | 27. janúar 2011

MYNDIR: Keflvíkingar með Futsal-landsliðinu

Eins og flestum er kunnugt lék Íslands sínu fyrstu landsleiki í Futsal á dögunum þegar liðið lék í undankeppni Evrópukeppninnar.  Riðillinn var leikinn hér á landi en leikirnir fóru fram að Ásvöllum.  Íslenska liðið náði ágætum árangri og varð í 2. sæti riðilsins.  Liðið vann Grikkland og Armeníu en tapaði naumlega fyrir Lettlandi sem vann riðilinn.

Keflvíkingar voru áberandi með íslenska liðinu enda hefur Keflavík verið leiðandi í Futsal hér á landi.  Þeir Guðmundur Steinarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson léku allir með liðinu og Magnús skoraði einmitt fyrsta mark Íslands í Futsal.  Þjálfari liðsins var svo auðvitað Willum Þór Þórsson og meðal aðstoðarþjálfara hans var Zoran Daníel Ljubicic.  Liðsstjórn Keflavíkur fylgdi síðan með í kaupunum og þeir Sævar Júlíusson, Falur Daðason, Þórólfur „Dói“ Þorsteinsson, Jón Örvar Arason og Björgvin Björgvinsson voru allir með liðinu á mótinu.  Meira að segja öryggisverðirnir komu frá Keflavík!

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Jón Örvar tók á Ásvöllunum.


Keflvíkingarnir í öllu sínu veldi...


Gummi, Albert, Tryggvi og Maggi.


Guðmundur, Haraldur og Magnús.


Lið Íslands gegn Armeníu.


Guðmundur stillir upp í aukaspyrnu.


Og... ekki mark.


En hér skorar Gummi úr víti.


Haraldur við öllu búinn ásamt félögum.


Sævar markmannsþjálfari.


Jón Örvar líðsstjóri.


Falur sjúkraþjálfari.


Björgvin...


...og Siggi Hallvarðs (ekki Keflvíkingur!)


Dói búningastjóri.


Ejub og Willum Þór.


Hin harðsnúna öryggissveit frá Keflavík.


Zoran aðstoðarþjálfari.


Liðið gegn Grikkjum.


Magnús Sverrir og dómarinn taka létt dansspor.


Tryggvi, Guðmundur og Magnús og einn Grikki með
.