Fréttir

Knattspyrna | 19. ágúst 2008

MYNDIR: Komnir á toppinn eftir stórsigur

Keflavík er nú með 2ja stiga forystu á toppi Landsbankadeildarinnar eftir öruggan sigur á Þrótti á Sparisjóðsvellinum.  Lokatölur urðu 5-0 og mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri.  Það voru þeir Brynjar, Guðmundur, Símun, Magnús og Redo sem settu mörkin fimm.  Keflavík er nú með 36 stig í 1. sæti deildarinnar en FH er með 34 stig.  Þróttarar eru í 9. sæti með 18 stig.  Næsti leikur Keflavíkur er útileikur gegn KR á sunnudaginn og hefst sá leikur kl. 18:00 á KR-vellinum.

Fyrir einhver mistök var hirðljósmyndara heimasíðunnar leyft að fara í sumarfrí en Jón Örvar hljóp í skarðið og tók nokkrar myndir um leið og hann sinnti skyldum sínum sem liðsstjóri Keflavíkurliðsins.


Hinir fimm fræknu.  Markaskorararnir stilla sér upp í réttri röð.


Gunnar Odds var heiðraður fyrir leik.


Keflvíkingar mættu vel að vanda og studdu sína menn.


Brynjar búinn að skora og markinu fagnað.


Færeyingurinn fljúgandi var óstöðvandi.


Mete var traustur meðan hans naut við.


Kristinn færir í bókina, Redo aumur einhvers staðar.


Einbeittir og vel á verði.


Jú, það þurfti líka að verjast.


Redo skorar fimmta markið...


...og stórsigur í höfn.


Fagnað inn í klefa eftir leik.