MYNDIR: Læti í Víkinni
Það gekk svo sannarlega mikið á í Víkinni þegar Víkingur tók á móti Keflavík í Landsbankadeildinni. Lokatölur urðu 2-1 fyrir okkar menn eftir hörkuleik, umdeild atvik og sigurmark á síðustu mínútu. Hér má sjá hasarinn á myndum sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.
Okkar menn fagna góðum sigri.
Piltar úr 5. flokki Keflavíkur létu vel í sér heyra á vellinum.
Þrátt fyrir allt var líka spilaður fótbolti:
Keli Kekic var óvarkár með olnbogana og Baldur fékk að finna fyrir því:
Korter eftir og staðan 1-0 fyrir Keflavík. Við viljum fá rangstöðu en dómarinn dæmir víti.
Okkar menn mótmæla. Kekic skorar úr vítinu en lemur svo Guðjón.
Okkar menn mótmæla meira. Kekic rekinn út af og lætur dómarann heyra það...
Síðasta mínúta leiksins og við fáum fríspark.
Baldur togaður niður í teignum og dómarinn dæmir víti.
Nú er komið að Víkingum að mótmæla (og markmaðurinn frekar svekktur).
Gummi Steinars skorar úr vítinu og svo er að fagna.
Keflavíkurliðið þakkar góðan stuðning.