MYNDIR: Langþráður sigur í bleytunni
Keflavík vann langþráðan sigur í Pepsi-deildinni þegar Grindvíkingar komu í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn. Leikurinn var reyndar ekki leikinn við kjöraðstæður en leikmenn létu bleytu og leiðindaveður ekkert á sig fá. Okkar menn settu eina mark leiksins og sá Magnús Sverrir um það. Eygló Eyjólfsdóttir tók nokkrar myndir á leiknum sem fylgja hér.

Liðin ganga til leiks.

Byrjunarlið Keflavíkur.

Maðurinn með grímuna tekst á við bleytuna.

Halli sækir að Ondo. Aðstoðardómarinn hinu megin við öllu búinn...

Maggi fylgir vel á eftir skoti frá Bóa og eina mark leiksins lítur dagsins ljós.

Og fagnað...

Mannfjöldi í teignum en Lasse sér um þetta.

Dyggum stuðningsmönnum þakkað fyrir.
