Fréttir

Knattspyrna | 23. ágúst 2005

MYNDIR: Líf og fjör í Frankfurt

Það var líf og fjör í Frankfurt á dögunum þegar Mainz og Keflavík mættust í Evrópukeppninni.  Úrslitin voru viðunandi, leikið var á glæsilegum leikvangi og móttökur Mainz-manna og stuðningsmanna þeirra voru frábærar.  Ekki skemmdi fyrir að nokkur hópur stuðningsmanna Keflavíkur mætti á völlinn, studdi okkar menn og setti skemmtilegan svip á leikinn.  Nú styttist í seinni leikinn og það er ekki spurning að Keflavíkurliðið mun gefa allt í leikinn og stuðningsmenn munu þjappa sér saman að baki því og fjölmenna á Laugardalsvöllinn á fimmtudaginn!

Búið er að setja myndasyrpu frá leiknum og ferðinni inn á síðuna en það var að sjálfsögðu Jón Örvar Arason sem tók myndirnar.