Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2009

MYNDIR: Líf og fjör í Grindavík

Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör á Grindavíkurvelli þegar Keflavíkurliðið mætti þar í heimsókn í Pepsi-deildinni.  Það vantaði heldur ekki áhorfendur en alls mættu 1510 manns sem mun vera met á Grindavíkurvelli.  Reyndar var meira en fótbolti í boði að þessu sinni en í kringum leikinn var haldin styrktarhátíð fyrir Frank Bergmann sem hefur barist við erfið veikindi.  Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því ættu flestir að hafa farið sáttir heim.  Eygló Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu mætt á völlinn og hér fylgja nokkrar myndir frá henni.