Fréttir

Knattspyrna | 2. október 2007

MYNDIR: Líf og fjör í lokaleiknum

Eftir dapurt gengi síðari hluta sumars bauð Keflavíkurliðið upp á fjörugan lokaleik í Landsbankadeildinni þegar Skagamenn komu í heimsókn á Keflavíkurvöll.  Liðin létu leiðinlegar aðstæður ekkert á sig fá og gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik.  Fyrri leik þessara liða í sumar verður því miður minnst fyrir annað en knattspyrnuna en það var greinilega að baki.  Stuðningsmenn liðanna gengu svo á undan með góðu fordæmi og blönduðu geði sem aldrei fyrr.  Okkar lið lauk þar með sumrinu í 6. sæti deildarinnar og ætlar sér örugglega að gera betur á næsta ári.  Hér koma nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók í bleytunni í Keflavík.


Strax komnir yfir og Hallgrími fagnað.


Og menn nokkuð sáttir á bekknum.


Guðjón og Nicolai í baráttunni.


Hallgrímur búinn að skora með hörkuskoti.


Og aftur ástæða til að fagna.


Enn sótt að marki gestanna...


...og enn liggur tuðran í netinu.


Guðjón ánægður með markið sitt.


Keflavík í vörn.


Halló?  Gulir og glaðir Keflvíkingar...


...og rauðklæddir Skagamenn!


Smábleyta í Keflavík, aldrei þessu vant.


Hoknir af reynslu.


Leikurinn búinn og völlurinn líka.


Þakkað fyrir stuðninginn.


Markamaskínan þakkar fyrir sig.


Og Nicolai kveður í bili.