MYNDIR: Líflegt herrakvöld
Herrakvöld Knattspyrnudeildar var haldið á dögunum og að venju var þar margt um manninn og glatt á hjalla. Boðið var upp á ljúffengar veitingar og fjölbreytt skemmtiatriði. Fyrst og fremst er þó maður manns gaman á kvöldum sem þessum og var ekki annað sjá en viðstaddir skemmtu sér vel. Ekki má gleyma því að herrakvöldin eru mikilvæg fjáröflun fyrir deildina en að þessu sinni rennur ágóðinn í æfingaferð meistaraflokks karla. Jón Örvar var mættur á svæðið og tók nokkrar myndir af herlegheitunum.