MYNDIR: Loksins heimasigur
Það er óhætt að segja að Keflvíkingar hafi andað léttar eftir 3-1 sigur gegn Val í 20. umferð Pepsi-deildarinnar. Fyrsti sigurinn á Sparisjóðsvellinum í sumar í höfn og liðið sýndi loksins sínar bestu hliðar eftir dapurt gengi undanfarið. Eygló Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu á vellinum og hér koma nokkrar myndir frá henni.
Okkar menn byrja af krafti og Valsmenn strax komnir í nauðvörn.
Andri Steinn skorar fyrsta markið með hörkuskoti...
...og fagnar því að sjálfsögðu vel.
Kjartan hafði nóg að gera.
Hörður skorar annað markið eftir laglega sókn og fyrirgjöf frá Hauki.
Og er bara býsna ánægður.
Að hoppa hæð sína...
Haukur átti stórleik og gerði varnarmönnum gestanna lífið leitt.
Bjarni kominn í sóknina.
Ómar í kröppum dansi.
Gummi lætur vaða. Með hægri!
...en þessi fer rétt framhjá.
Frábær sending frá Gumma og Hörður innsiglar sigurinn.
Sigurinn í höfn og gleðin allsráðandi.