MYNDIR: Markaregn gegn ÍBV
Það var rigningarkvöld í Keflavík þegar Eyjamenn komu þangað í heimsókn. Leikurinn bauð upp á mikið markaregn og hinir margumtöluðu veðurguðir buðu upp á annars konar rigningu. Lokatölur urðu 6-2, Keflavík í vil, í hröðum og fjörugum leik sem auk markanna bauð upp á fjöldann allan af dauðafærum og spjöldum. Hér koma myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.
Kenneth skorar með glæsilegum skalla.
Hrafn ver hörkuskot frá Guðmundi...
...en Stefán er mættur og skorar örugglega. Og fagnar því vel.
Kenneth, Bo og Guðjón í baráttu.
Stefán lætur finna fyrir sér.
Allt að verða vitlaust! Kenneth og Bo og allir hinir.
Haddi og Eyjamaður ákveða að skipta sér ekkert af.
„Rólegir, strákar!“ Dómararnir stilla til friðar.
„Númer hvað ert þú, vinur?“ Kenneth og Bo enda í svörtu bókinni.
„Skalla boltann, ekki hvorn annan!“
Hugað að Baldri sem lék ekki meira í þessum leik.
Hrafn ver aukaspyrnu frá Guðmundi.
Þórarinn fylgir á eftir og skorar af harðfylgi. Símun nokkuð sáttur.
Drummerinn lætur rigninguna ekki trufla sig.
Boltinn enn einu sinni í netinu, í þetta sinn eftir skot frá Guðmundi.
Fyrirliðanum vel fagnað.
Þórarinn skorar með skalla. Tvö mörk hjá Keflavík eftir horn?
Hvenær gerðist það síðast? Hefur það einhvern tímann gerst yfirleitt?
Segir allt sem segja þarf.
Strákarnir þakka stuðninginn.