Fréttir

Knattspyrna | 14. maí 2008

MYNDIR: Mörk, mörk og fleiri mörk...

Það er óhætt að segja að Landsbankadeildinn hafi byrjað með markasúpu þetta árið og hvergi voru skoruð fleiri mörk í 1. umferðinni en á Sparisjóðsvellinum í Keflavík.  Þau voru hvorki fleiri né færri en átta talsins og niðurstaðan 5-3 sigur Keflavíkur gegn Val.  Fyrsta markið kom strax á fyrstu mínútunni og það síðasta á síðustu mínútu leiksins þannig að áhorfendum var haldið vel við efnið.  Hér kemur myndasyrpan frá leiknum og það var Eygló Eyjólfsdóttir sem var bak við myndavélina.


Jón Örvar, Kristján og Ingvi Rafn skoða aðstæður.


Leikurinn varla byrjaður og Kjartan ver frá Patrik...


...Hans fylgir á eftir og skorar!


Símun fær frábæra sendingu frá Mete...


...og vippar yfir Kjartan og í markið.


Staðan orðin 2-0!


Kenneth og Gummi Ben. liggja í valnum.


Nico lætur Helga Sig. finna fyrir því.


Halló!  Hvað er í gangi þarna?


Patrik með boltann en gestirnir fjölmennir í vörninni.


Búið að dæma víti og Gummi tilbúinn.


Þetta var öruggt, 3-0!


Kenneth minnkar muninn fyrir Val!


Nokkrum sekúndum seinna kemst Gummi í gegn...


...og klárar með stæl.  Guttinn fyrir aftan markið frekar hress.


„Stóra flöskukastsmálið“ í rannsókn.


Kenneth og Bói gefa Gumma engan frið.


Ómar var öruggur.


Gaui kominn á ókunnugar slóðir.


Og hann skorar!


Snilldaraukaspyrna hjá Bjarna Ólafi.


Enn tími fyrir eitt rautt.


Áhorfendum þakkað í leikslok.


Takk fyrir stuðninginn.