Fréttir

Knattspyrna | 7. ágúst 2008

MYNDIR: Naumur sigur á botnliðinu

Keflavík er í 2. sæti Landsbankadeildarinnar eftir mikilvægan en nauman sigur gegn HK á Sparisjóðsvellinum.  Það verður að segjast eins og er að okkar menn náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum.  Þrátt fyrir að sitja á botni deildarinnar léku HK-menn prýðilega og lögðu sig svo sannarlega alla í leikinn.  Keflavík hafði þó tveggja marka forystu í leikhléi.  Fyrst skoraði Guðmundur eftir að Símun hafði sent laglega inn fyrir vörnina og Kenneth bætti svo við öðru marki eftir aukaspyrnu frá Guðmundi.  Eins og stundum áður gekk illa að halda forystunni og Mitja Brulc minnkaði muninn og jafnaði svo leikinn rétt fyrir leikslok.  Á síðustu stundu slapp Hörður svo inn fyrir og skoraði laglega framhjá Gunnleifi.  Eftir leikinn er Keflavík í 2. sæti með 30 stig, einu stigi á eftir FH, en HK er áfram í neðsta sætinu með 5 stig.

Jón Örvar var með myndavélina að þessu sinni og hér koma nokkrar myndir frá leiknum.


Þessir ungu knattspyrnumenn leiddu stóru strákana inn á völlinn.


Fyrirliðarnir og dómaratríóið fyrir leikinn.  Þó ótrúlegt sé er sá unglegi í miðjunni dómarinn
en Þorvaldur Árnason var að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild og stóð sig með prýði.


Byrjunarliðið tilbúið í slaginn.


Mete var traustur að vanda.


Staðan orðin 1-0 og marki Gumma fagnað.


Gleði í stúkunni.


Þröng á þingi í teignum.


Kenneth búinn að skalla í netið.


Og markinu fagnað.


Gult spjald!


Hörður andar léttar eftir að hafa skorað sigurmarkið.


Og það var andað léttar í leikslok.


Sigrinum fagnað.


Varnartröllið Kenneth Ingemar Gustafsson í öllu sínu veldi.