MYNDIR: Öruggur sigur í bikarnum
Okkar menn unnu nokkuð öruggan sigur á liði Einherja í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins. Lokatölur urðu 2-0 í góðum leik þar sem Stefán Örn skoraði bæði mörk Keflavíkur. Frú Eygló Eyjólfsdóttir lét sig ekki vanta á Sparisjóðsvellinum og smellti af nokkrum myndum.

Allt settið; bæði liðin og dómararnir stilla sér upp.

Og byrjunarlið Keflavíkur.

Fyrirgjöf á fyrstu mínútunni...

...og Stebbi skorar af öryggi, 1-0.

Sóknarmennirnir skokka stoltir til baka.

Barátta við mark gestanna eins og svo oft í leiknum.

Sigurður Gunnar í baráttu við Sigurð Donys.

Stefán Örn skorar aftur og staðan orðin 2-0.

Sigurinn í höfn og markinu fagnað.

Hressir stuðningsmenn í leikslok.
