Fréttir

Knattspyrna | 2. september 2008

MYNDIR: Öruggur sigur í Suðurnesjaslagnum

Keflavíkurliðið trónir enn á toppi Landsbankadeildarinnar eftir öruggan sigur á Grindvíkingum á Sparisjóðsvellinum.  Lokatölur urðu 3-0 sem verða að teljast góð úrslit gegn harðskeyttu Grindavíkurliði.  Jóhann Birnir skoraði fyrsta markið um miðjan seinni hálfleikinn og Guðmundur Steinars og Magnús bættu við tveimur mörkum undir lok leiksins.  Eftir leikinn er Keflavík með 40 stig í efsta sætinu en Grindavík er í 7. sæti með 24 stig.

Frú Eygló Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu mætt á völlinn og tók nokkrar myndir sem koma hér.


Allt til reiðu og menn kynntir til leiks.


Leikurinn nýbyrjaður og Gummi kominn í færi.


Óárennilegur varnarveggur.


Gaui í baráttunni.


Redo kominn í færi en boltinn vildi ekki inn fyrir hlé.


Atgangurinn heldur áfram og Jói í færi.


Enn ein sóknin og Jói skorar kærkomið mark.


Og tekur sprettinn.


Loksins komnir yfir og markinu fagnað.


Brynjar í smáhvíld.


Zimunic missir af boltanum og hver er mættur...?


Gummi klárar þetta og 14. markið í sumar.


Gummi og Jón Gunnar fagna.


Maggi leikur á einn, tvo, þrjá...


Og þrumar honum í netið.


Ekkert mál og staðan orðin 3-0.


Markinu fagnað.


Stuðningsmönnunum þakkað fyrir.


"Kallarnir" ánægðir með niðurstöðuna.


Kristján hress að vanda.