MYNDIR: Sætur sigur gegn Skagamönnum
Keflavík vann sanngjarnan og sætan sigur á liði ÍA í 4. umferð Landsbankadeildarinnar á dögunum. Lokatölur urðu 3-1 í leik sem hafði upp á allt að bjóða; mörk, baráttu og umdeild atvik. Eygló Eyjólfsdóttir var á Sparisjóðsvellinum og tók nokkrar myndir af því sem fram fór. Við biðjumst afsökunar á því að aðeins hefur dregist að koma myndunum hér inn.
Fyrsta markið í uppsiglingu...
Haddi fylgir vel á eftir og setur boltann í markið.
Og fagnar því vel!
Fyrirliðarnir og frændurnir, Bjarni og Gummi.
Gummi felldur í teignum, víti.
Fyrirliðinn skorar af öryggi.
Markinu fagnað.
Stefán fær rauða spjaldið.
Frábær tilþrif hjá Tóta sem gulltryggir sigurinn.
Hópfögnuður við hliðarlínuna.
Áhorfendur voru fjölmargir og ástæða til að þakka góðan stuðning.
Þjálfarinn glaður í leikslok.