MYNDIR: Sannfærandi gegn Hlíðarendapiltum
Okkar menn áttu stórgóðan leik þegar Valsmenn komu í heimsókn í Pepsi-deildinni. Öruggur 3-0 sigur varð niðurstaðan og mörkin voru sitt af hvoru tagi; skalli úr teignum eftir stórgóða fyrirgjöf, snyrtilegt skot eftir hárbeitta skyndisókn og yfirveguð afgreiðsla eftir samspil í gegnum vörn andstæðinganna. Eygló Eyjólfsdóttir var mætt með myndavélina í sólinni á Sparisjóðsvellinum og hér kemur afraksturinn.
Liðin ganga til leiks.
Hörður og Atli Sveinn takast á.
Símun með frábæra fyrirgjöf og Gaui skallar að marki...
...og boltinn syngur í netinu.
Staðan orðin 1-0 og ástæða til að fagna því.
Stórhætta við mark gestanna.
Stillt upp fyrir aukaspyrnu.
Jói skýtur rétt framhjá.
Hörður stingur sér inn fyrir.
Og skorar af öryggi!
Markinu vel fagnað og boltastrákarnir líka sáttir.
Bjarni Hólm var sterkur í loftinu.
Og Lasse var öruggur í markinu.
Haukurinn í dauðafæri.
En Kjartan ver með tilþrifum.
Jóhann Birnir kominn inn í teig...
...gefur á Hauk sem rennir boltanum á Hörð...
...sem afgreiðir hann í netið.
Bekkurinn fagnar 3-0 forystu.
Strákarnir kætast.
Lasse tekur þennan örugglega.
Bojan Stefán Ljubicic lék sinn fyrsta leik í efstu deild.
Og þá vantar hann bara 168 leiki til að ná pabba sínum...
Liðið þakkar frábæran stuðning.
Og "El Presidente" var hylltur.