MYNDIR: Sanngjarn sigur á Vesturbæingum
Eftir fyrsta tap sumarsins kom Keflavíkurliðið tvíeflt til baka þegar KR kom í heimsókn í Sparisjóðsvöllinn. KR-ingar hafa ekki sótt gull í greipar okkar manna hér heima síðustu ár og á því varð engin breyting. Keflavík vann 4-2 í fjörugum leik og er áfram í toppbaráttunni í Landsbankadeildinnin á meðan KR-ingar hafa enn ekki náð sér á strik í sumar. Eygló Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu á vellinum og hér kemur myndasyrpa frá henni.
Leikurinn byrjaður og Haddi strax kominn í baráttuna.
Gestirnir fá aukaspyrnu og Keflavíkurliðið stillir sér upp.
Ómar tekur þennan örugglega.
Hætta við KR-markið.
Gummi búinn að skora fyrsta markið.
Og fagnar með langstökki!?
2-0! Höddi skorar.
Og tekur nokkur dansspor. Jónas frekar niðurlútur.
Bekkurinn frekar sáttur. Kristján og Jón Örvar með hið sjaldséða „tvöfalda high-five“.
Enn verið að fagna!
KR-ingar með hornspyrnu og fjölmenni mætt.
Björgólfur skorar út vítinu en Ómar fær prik fyrir skemmtileg tilþrif.
Gummi búinn að skora og Keflavík aftur komið yfir.
Fyrirliðinn með Grétar í rassvasanum.
Fjölmennt í teignum.
Símun skorar fjórða markið og taumlaus gleði innan vallar og utan.
En einhvern veginn fór þessi ekki inn...
Menn fallast í faðma eftir leikinn.
Þakkað fyrir stuðninginn og góðum sigri fagnað.
Ómar ánægður í leikslok.