MYNDIR: Sigur á framlengdum leik
Keflavík vann ÍBV í hörkuleik í undanúrslitum Deildarbikarsins. Lokastaðan varð 2-1 og okkar strákar mæta FH-ingum í úrslitaleik keppninnar. Hirðljósmyndari knattspyrnudeildar, Jón Örvar Arason, var að sjálfsögðu í Egilshöllinni og tók þessar myndir þar.

Byrjunarliðið eins og það leggur sig.

Hólmar Örn lék vel og lagði upp sigurmarkið.

Hrafn ver vel frá Guðmundi Steinars.

Baldur í baráttunni.

Keflvíkingar í stúkunni, bekkurinn og fyrirliðinn.

Jóhannes dómari að hlusta á eftir einhverju.

Fast sótt að marki ÍBV eins og oft í leiknum.

Kenneth var á meðal áhorfenda að þessu sinni.

Guðmundur skorar eftir snilldartilþrif Hólmars.

Ómar hefur sig til flugs.

Keflvíkingar fylgjast með og formaðurinn í fararbroddi.

Ómar öruggur.

Kristján þjálfari slakar á eftir leik.

Danny átti frábæra innkomu.

Kenneth þakkar Danny góðan leik.
