MYNDIR: Sigur í daufum nágrannaslag
Keflavík situr á toppi Landsbankadeildar karla eftir 1-0 útisigur á Grindvíkingum. Leikurinn var reyndar ekki upp á marga fiska og óhætt að segja að nágrannaslagirnir hafa oft verið fjörugri. Það var svo í takt við leikinn að eina markið var slysalegt sjálfsmark á meðan leikmenn liðanna voru duglegir við að klúðra efnilegum sóknum og dauðafærum. Eygló Eyjólfsdóttir mætti með myndavélina á Grindavíkurvöll og hér koma myndir af því helsta sem gerðist þar.

Tóti fékk eina mínútu til að gera sig kláran í leikinn og stóð sig vel.

Höddi kominn á ágætt færi en ekki gekk það í þetta sinn.

Haddi með skot af stuttu færi en Simunic ver.

Haddi heimtar mark en fær ekki.

Grindvíkingar skalla að eigin marki...

...og boltinn endar í netinu.

Stórhætta við Grindavíkurmarkið.

Jafntefli í gulu spjöldunum, þrjú á hvort lið.

Jón Gunnar skallar í stöngina.

Simunic ver með tilþrifum einu sinni sem oftar.

Fjórir sóknarmenn á móti einum varnarmanni!

Það veit enginn hvernig þetta klúðraðist...

Þrjú stig í höfn og sigrinum fagnað.
