MYNDIR: Sigur í jöfnum leik
Keflavík vann ágætan 2-1 sigur í Fram í 6. umferð Landsbankadeildarinnar. Hér koma nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum á Keflavíkurvelli.

Þórarinn skallar í markið eftir frábæra sendingu frá Gumma Steinars.

Tóti aftur á ferðinni en þessi fór rétt framhjá.

Aftur sending frá Gumma og Baldur kominn í færi..

...og þrumar boltanum í netið.

Og fagnar hressilega.

Og svo allir í röð! Branko, Haddi, Mete, Ómar, nokkrir Framarar og einhver á fjærstönginni.

Haddi í dauðafæri en vippar yfir markmanninn og markið.

Framarar sækja í lokin og þá reynir á að vera vel vakandi.
