MYNDIR: Spilað gegn KA í Boganum
Þá koma fleiri myndir úr Norðanferðinni en á sunnudaginn léku KA og Keflavík í deildarbikarnum. Leikurinn var dramatískur og endaði með 3-3 jafntefli. Hér koma nokkrar myndir úr leiknum (og frá heimferðinni) sem Jón Örvar tók.
Þeir eldri aðstoða þá yngri.
Byrjunarliðið gegn KA.
Tveir góðir, þeir Dói og Ási.
Gummi þrumar í stöngina í vítinu.
Maggi meiddist, saumaður og alles og náði sér fljótt sem betur fer.
Ingvi á fullu.
3-3... markinu hans Ingva fagnað.
Skokkað eftir leik...
... og skokkað.
Ómar í kælingu og Höddi þyrstur.
Ingvi var ánægður með mörkin sín tvö.
Þorsteinn átti stórleik og átti þátt í öllum mörkunum.
Skipt um dekk fyrir blómarós á leiðinni heim; Hjölli, Gummi og Óli Ívar.