Fréttir

Knattspyrna | 30. nóvember 2005

MYNDIR: SpKef-mót 5. flokks

Á dögunum var hið árlega SpKef-mót 5. flokks haldið í Reykjaneshöllinni.  Þátttakendur voru um 300 frá 10 félögum og var því líf og fjör í Höllinni.  Mótið fór afskaplega vel fram en það voru Keflavík og Njarðvík sem stóðu í sameiningu fyrir mótinu.  Fyrir utan fótboltann var nóg að gera allan tímann og er gaman að segja frá því að gestir okkar Reykjanesbæinga voru mjög ánægðir með mótið og skipulagningu þess.  Hér má sjá myndasyrpu frá SpKef-mótinu.