MYNDIR: Stórsigur og glæsileg mörk
Það var sannkölluð markaveisla á Keflavíkurvelli þegar Breiðablik kom í heimsókn í síðasta leik fyrri umferðar Landsbankadeildarinnar. Okkar menn settu fimm mörk og það verður að segjast eins og er að það gerist ekki á hverjum degi. Eygló Eyjólfsdóttir var með myndavélina og mátti hafa sig alla við til að ná myndum af mörkum og fagnaðarlátum.
Baldur átti stórleik og skoraði tvö.
Sendingin að fara af stað...
...og Stebbi klárar það með stæl.
Baldur og Stebbi hæstánægðir, Blikarnir svekktir og eitthvað ósætti hjá boltastrákunum.
„Djö... erum við flottir!“
Eintóm gleði og hamingja.
Og þá var komið að Baldri.
Honum var vel fagnað. Og umferðarljósið að verða gult...
Keflavík á grænu ljósi.
Bói í eldlínunni.
Kallgreyið sárþjáður en harkaði þetta auðvitað af sér.
Kenneth var pottþéttur eins og öll vörnin.
Gummi skallar að marki...
...boltinn kemur af stönginni...
...og Stebbi klárar dæmið.
Gleði innan sem utan vallar.
Síungar kempur í stúkunni.
Baldur setur mark númer fjögur.
Bara nokkuð sáttur strákurinn.
Símun rekur endahnútinn.
Fyrirliðinn leiðir fagnaðarlætin.
Leikurinn var greinilega ekki nógu spennandi fyrir suma.
Ragnar kom inn á og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik.
Ánægðir eftir góðan sigur.