Myndir sumarsins
Eins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir höfum við birt myndasyrpur frá leikjum Keflavíkurliðsins í sumar. Sem fyrr eru það hjónin Eygló Eyjólfsdóttir og Jón Örvar Arason sem eiga heiðurinn af þeim og hefur Eygló tekið flestar myndanna. Við bendum á að hægt er að sjá allar myndasyrpur sumarsins með því að smella á „Myndagallerí“ hér til vinstri. Við höldum auðvitað áfram á sömu braut og komum með fleiri syrpur frá leikjum sumarsins.
Þessa skemmtilegu „aksjón-mynd“ tók Eygló á leik Keflavíkur og Fylkis.