Fréttir

Knattspyrna | 4. maí 2006

MYNDIR: Tap á markaleik

Keflavík og FH léku til úrslita í Deildarbikarnum þetta árið og höfðu Íslandsmeistarar FH sigur í miklum markaleik.  Lokatölurnar urðu 3-2 eftir að FH-ingar höfðu haft 3-0 forystu í hálfleik.  Þrátt fyrir góða frammistöðu í seinni hálfleik tókst okkar mönnum ekki að skora nema tvö mörk og FH-ingar hirtu enn einn titilinn.  Hér koma myndir sem Jón Örvar Arason smellti á Stjörnuvelli.



Byrjunarliðið í öllu sínu veldi.


Smáfimleikakennsla fyrir Fimleikafélagið.


FH-ingar í nauðvörn.


En ekki tókst að koma þessum í netið...


Gummi í baráttu við varnarmenn FH.


Bói átti góðan leik og skoraði glæsilegt mark.


Danny þrumar í tuðruna.


Maggi umkringdur andstæðingum.


Fjölmenni í vítateignum.


Bói búinn að skora og fagn í uppsiglingu.


Danny og Tryggvi stíga léttan dans.


... og meira af því sama.