MYNDIR: Tap gegn Skagamönnum
Ekki tókst okkar mönnum að ná stigum af liði ÍA þegar liðin léku á Keflavíkurvelli. Keflavík hafði tapað síðustu fjórum heimaleikjum gegn Skagamönnum og hafði ekki tekist að skora mark. Það breyttist ekkert því nú fóru gestirnir með 1-0 sigur af hólmi. Skagamenn komust þannig í 3. sætið en við sitjum eftir í því fjórða.
Myndir: Jón Örvar Arason
Gummi lagði sig allan fram að venju.
Einn, tveir og allir í röð. Baldur og Mete við öllu búnir.
Gummi reynir að ná andanum, Kiddi dómari fylgist með.
Sótt að marki gestanna.
Reynir og Bjarki hafa auga með Hödda.
Gummi í baráttunni.
Branko og Höddi búast til varnar.
Hörður í færi en Bjarki ver.
Þvaga í teignum en ekki tókst að koma tuðrunni í markið.
Ómar kýlir frá.
Bjarki var öruggur.
Hvað er að ske þarna?
Óli Þórðar ákveðinn á svip, aldrei þessu vant.
Stuðningsmennirnir fylgjast spenntir með.
Mete var sterkur að vanda.