MYNDIR: Tap gegn toppliðinu
Ekki tókst Keflavík að stöðva Íslandsmeistara FH frekar en öðrum liðum í Landsbankadeildinni í sumar. FH-ingar sigruðu 2-0 í Kaplakrika og hafa nú unnið alla 10 leiki sína í deildinni og stefnir allt í að árangur liðsins fari í sögubækurnar. Okkar menn stóðu þó fyrir sínu, reyndu allan tímann að leika fótbolta og voru óheppnir að skora ekki í leiknum. Þrátt fyrir leiðindaveður skemmtu áhorfendur sér vel en stuðningsmenn liðanna hittust og hituðu saman upp fyrir leikinn. Skemmtileg nýbreytni og stuðningsmönnum félaganna til sóma. Eftir leikinn er Keflavík með 15 stig eftir 10 leiki en næst á dagskránni er Evrópuleikur í Lúxemborg á fimmtudaginn. Hér koma svo myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók í Hafnarfirði.
Puma-sveitin var auðvitað mætt.
Ómar með klassamarkvörslu...
...boltinn á leið í markið en...
Mikki kemur til bjargar og lendir í markinu.
Baldur í kröppum dansi.
Höddi pressar stíft.
Issa spyrnir að marki.
Hætta við mark FH.
Höddi og Daði enn í baráttunni.
Baldur var klassagóður.
Hætta við mark FH en...
...ótrúlegt að boltinn skuli ekki hafa farið inn.
Ómar var öruggur.
Höddi skallar yfir í góðu færi.
Þetta var eins og hann hefði verið skotinn!
Jóhannes sýnir vald sitt.
Ómar stóð fyrir sínu.