MYNDIR: Þriðji heimasigurinn
Keflavík vann þriðja sigurinn í jafnmörgum heimaleikjum þegar Framarar komu í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn. Eitt mark réði úrslitum og það kom frá Jóhanni Birni að þessu sinni. Strákarnir hafa þá unnið FH, Val og Fram heima og ekki enn fengið á sig mark á okkar sterka heimavelli. Hérna fylgja nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók á leiknum.

Kristján fékk blómvönd frá Knattspyrnudeild í tilefni 100. leiksins með Keflavík.

Formsatriði fyrir leik.

Strax hætta við mark gestanna; Gaui einn gegn sjö Frömurum!

Jói undirbýr aukaspyrnu...

...boltinn siglir yfir alla...

...og endar bara í markinu.

"Strákar, hver skoraði eiginlega?"

Var það ekki bara Jóhann Birnir...

Magnús Þórir í baráttunni.

Jón Gunnar sendur í bað.

Stuðningsmönnum þakkað með hefðbundinni athöfn.

Lasse þakkar fyrir sig.

Og Kristján líka.

Jón Örvar, Símun og félagar ánægðir með góðan leik.
