MYNDIR: Til í slaginn fyrir Evrópuleikinn
Þá er komið að Evrópukeppninni og í kvöld er það Keflavík og FC Midtjylland á Keflavíkurvelli kl. 19:15. Eins og venjulega er mikið tilstand í kringum slíka leiki. Leikmenn Keflavíkurliðsins láta það ekkert á sig fá og tóku létta æfingu í blíðunni á þriðjudaginn. Jón Örvar mætti með myndavélina og smellti af nokkrum myndum.
Við verðum enn og aftur að minna stuðningsmenn á nauðsyn þess að fylgja öllum reglum sem gilda á leikjum í Evrópukeppninni, m.a. verða áhorfendur að sitja í sætum sínum og mega ekki fara inn á lokuð svæði á vellinum. Þá verður svæðið fyrir framan Íþróttahúsið lokað af og þurfa áhorfendur því að koma Fjölbrautaskólamegin að inngangi vallarins.
Og nú er bara að mæta og hvetja okkar menn. Góða skemmtun!
Útlendingahersveitin!
Fyrirliðarnir voru í fríi að þessu sinni.
Ómar með sinn venjulega skammt.
Blaðamenn frá Danmörku fylgdust með.
Og snillingarnir frá fotbolti.net voru líka á staðnum.
Jón Björn frá Víkurfréttum á spjalli við Magnús Þorsteins.
Kenneth hress að vanda.
Mete fékk meðferð hjá Fal sjúkra.
Kiddi og Stjáni fylgjast með.
Rúnar formaður og Jón Ólafs fylgdust með.
Ómar með þennan á hreinu.
Nicolai mun mæta löndum sínum og fyrrum félagi.
Gummi í viðtali hjá fotbolti.net.
Og Mete fær sömu meðferð hjá Víkurfréttum.
Kjartan útskýrir grasið á vellinum. Í löngu máli.
Hvaða svipur er þetta?
Þessi var með.