MYNDIR: Toppsigur á toppliðinu í toppslagnum
Keflavík er komið upp að hlið FH-inga á toppi Landsbankadeildar karla eftir 1-0 sigur á Hafnfirðingum á Sparisjóðsvellinum. Leikurinn stóð reyndar ekki undir væntingum sem uppgjör tveggja efstu liða deildarinnar en endirinn var svo sannarlega dramatískur. Það var varamaðurinn Magnús Þorsteinsson sem sá til þess með glæsilegu marki í uppbótartíma. Fram undan eru fjórir útileikir í röð hjá okkur mönnum; gegn Fram, Val og Fylki í deildinni og gegn Breiðabliki í VISA-bikarnum. Næsti heimaleikur er gegn HK miðvikudaginn 6. ágúst, strax eftir verslunarmannahelgina! Hér kemur myndasyrpa frá leiknum gegn FH og að venju er það Eygló Eyjólfsdóttir sem býður upp á hana.
Hefðbundin formsatriði fyrir leik. Gunnar aðstoðardómari, Daði FH-ingur, Jóhannes
dómari og Gummi Steinars. Áskell aðstoðardómari felur sig bak við Gumma.
Guðjón með sprett fram allan völl...
...en missir boltann aðeins of langt frá sér.
Patrik og Guðmundur í kröppum dansi.
Niðurstaðan? Jóhannes sýnir Guðmundi það gula.
Fjórir í varnarvegg!
Hart sótt að FH-markinu.
Kenneth og Bói ræða málin.
Ómar er í hörkuformi þessa dagana og er öruggur með þennan.
Kenneth með allt á hreinu.
Gaui og Tryggvi í enn einu einvíginu.
Höddi kominn til baka og skallar frá.
Kenneth með hörkuskalla í slána...
...og einhvern veginn fór þessi ekki inn.
91:32 á klukkunni og Maggi með glæsilegt sigurmark.
Ærir af gleði!
Takk fyrir og góða nótt.
Sigri fagnað í annað sinn á fjórum dögum.
Kristján ánægður í leikslok.
Ein skemmtileg frá Víkurfréttum í lokin.
Falur, Rajko, Kristján og Jón Örvar.
(Mynd: Þorgils Jónsson / Víkurfréttir)