MYNDIR: Umdeilt jafntefli gegn Val
Það gekk mikið á í Laugardalnum þegar Valur og Keflavík mættust þar í 5. umferð Landsbankadeildarinnar á dögunum. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og voru okkar menn ekki ánægðir með úrslitin og sumar ákvarðanir dómarans í leiknum. En svona gengur þetta í boltanum og bæði lið misstu af gullnu tækifæri til að minnka forskot FH-inga á toppi deildarinnar. Hér koma myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók en þar má m.a. sjá bæði mörk okkar manna.
Símun sendir fram...
...Baldur skallar inn í teiginn...
...og Tóti skorar!
Og fagnar.
Baldur skorar seinna markið með hnitmiðuðum skalla.
Símun fær flugferð.
Þröngt á þingi í Keflavíkurteignum.