MYNDIR: Vel heppnað púttmót hjá Fjölskylduklúbbnum
Fjölskyldukúbbur Keflavíkur hefur verið öflugur í sumar og á dögunum stóð hann fyrir púttmóti á púttvellinum við Mánagötu. Leikmenn meistaraflokks og yngri meðlimir Fjölskylduklúbbsins skipuðu sér saman í lið. Eftir golfið var svo boðið upp á pulsur og kökur í K-húsinu. Mótið þótti takast einstaklega vel og sáust oft lagleg tilþrif. Þeir sem fylgdust með voru þá sammála um að leikmenn Keflavíkurliðsins ættu almennt að halda sig við fótboltann. Hér fylgja myndir sem Jón Örvar tók af herlegheitunum.