MYNDIR: Velheppnuð Belfast-ferð
Það er skammt stórra högga á milli hjá Keflavíkurliðinu þessa dagana. Liðið er rétt komið heim eftir að hafa Evrópuleik í Noregi og framundan er bikarleikur og svo seinni leikurinn gegn Lilleström. Hér er hins vegar komið að myndum frá ferð liðsins til Belfast um fyrri helgi. Þar gekk allt eins og í sögu og markalaust jafntefli gegn Dungannon tryggði sæti í 2. umferðinni. Jón Örvar Arason var með myndavélina á lofti og hér er komin myndasyrpa úr ferðinni. Þar má sjá myndir frá leiknum og æfingu á Windsor Park en einnig frá boði sem forsvarsmenn Dungannon héldu fyrir okkar fólk. Eins og áður sagði er mikið að gera þessa dagana og nú bíður fjöldi mynda frá Lilleström sem koma vonandi inn á síðuna einhvern næstu daga.
» Myndasyrpa frá ferðinni