Næstu leikir færast um einn...
Næstu tveir leikir Keflavíkur hafa verið færðir aftur um einn dag vegna þátttöku Haraldar fyrirliða í landsleiknum gegn Andorra um helgina. Leikurinn gegn Selfossi í Pepsi-deildinni verður því mánudaginn 31. maí og leikurinn gegn KS/Leiftri í VISA-bikarnum verður fimmtudaginn 3. júní. Báðir leikirnir fara eftir sem áður fram á Njarðtaksvellinum í Njarðvík og hefjast kl. 19:15.