Fréttir

Knattspyrna | 3. júlí 2003

Nágrannaslagur hjá B-liðinu

Í gær leiddu B-lið Keflavíkur og Grindavíkur saman hesta sína, svona rétt til að halda sér við.  Það er skemmst frá því að segja að okkar menn unnu stórsigur, 6-2.  Hörður Sveinsson gerði sér lítið fyrir og sett fjögur mörk og Hjörtur Fjeldsted og Adolf Sveinsson bættu hvor sínu markinu við.