Fréttir

Knattspyrna | 5. apríl 2006

Nágrannaslagur í beinni

Eins og undanfarin ár mun sjónvarpsstöðin Sýn sýna frá Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar.  Þeir Sýnar-menn ætla að byrja með látum og í fyrstu þremur umferðunum verða tveir leiki sýndir beint í hverri umferð.  Keflavíkurliðið kemur við sögu í 3. umferðinni þegar leikurinn gegn nágrönnum okkar í Grindavík verður í beinni útsendingu.  Leikurinn verður miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00 á Grindavíkurvelli.