Það verður nágrannaslagur í úrslitum ÍAV-mótsins þegar Keflavík og Njarðvík leika til úrslita í mótinu á sunnudag kl. 14:30. Þetta varð ljóst eftir öruggan sigur Njarðvíkinga á úrvalsdeildarliði FH í gærkvöldi. Það verður því boðið upp á forsmekk að nágrannaslögum sumarsins í Reykjaneshöllinni. Leikið verður um 3. sæti mótsins kl. 12:30 á sunnudag en þá leika Stjarnan og FH og því er þar einnig um leik nágrannaliða að ræða.