Fréttir

Knattspyrna | 23. mars 2010

Námskeiðið AFREKSMAÐURINN

Námskeiðið AFREKSMAÐURINN haldið aftur. Melar Sport og Opni Háskólinn í Háskólanum í Reykjavík stóðu fyrir námskeiði fyrir ungt og metnarfullt íþróttafólk í byrjun janúar. Fullt var á námskeiðinu og heppnaðist það vel.

Hér má sjá umfjöllun um síðasta námskeið:
http://www.opnihaskolinn.is/um-opna-haskolann/frettir/nr/24423

Námskeiðið AFREKSMAÐURINN verður endurtekið 29.-30. mars nk. (mánudagur og þriðjudagur í páskafríi nemenda) fyrir 17 ára og yngri.  Námskeiðið stendur í 10. klst og kostar aðeins kr. 6.000.

Fjallað verður um forsendur og hugarfar afreksíþróttamanna, næringarfræði, styrktarþjálfun o.fl., auk þess sem afreksfólk úr ýmsum íþróttum mun koma og svara spurningum nemenda. Uppbyggilegt og skemmtilegt námskeið fyrir metnaðarfullt íþróttafólk.

Nánari upplýsingar á www.melarsport.is.