Fréttir

Naumt tap gegn toppliðinu
Knattspyrna | 16. ágúst 2012

Naumt tap gegn toppliðinu

Það var hörkuleikur á Nettó-vellinum þegar Keflavík og Fram mættust þar í 1. deild kvenna.  Lið Fram er langefst í B-riðli deildarinnar og hefur fyrir nokkur tryggt sér sigur í riðlinum en þurfti sigurmark í lokin til að tryggja sér 2-1 sigur.  Framarar náðu reyndar forystunni strax á 2. mínútu þegar Hulda Gunnarsdóttir skoraði.  Eydís Ösp Haraldsdóttir jafnaði rétt fyrir leikhlé en varamaðurinn Sara Chontosh tryggði Fram svo sigurinn þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Eftir leikinn er Keflavík 6. sæti riðilsins með 14 stig.  Næsti leikur Keflavíkur er útileikur gegn Grindavík en hann verður á Grindavíkurvelli föstudaginn 24. ágúst kl. 18:30.  Það er jafnframt síðasti leikurinn í sumar.

  • Þetta var fimmti deildarleikur Keflavíkur og Fram.  Fram hefur nú unnið þrjá leiki en Keflavík tvo.
     
  • Eydís Ösp Haraldsdóttir skoraði fyrsta mark sitt fyrir Keflavík.  Eydís hefur leikið 31 deildarleik og fjóra bikarleiki en hefur yfirleitt leikið í vörninni og því ekki komið mikið við sögu varðandi markaskorurn.
     

1. deild kvenna, Nettó-völlurinn, 14. ágúst 2012
Keflavík 1 (Eydís Ösp Haraldsdóttir 44.)
Fram 2 (Hulda Gunnarsdóttir 2., Sara Chontosh 83.)

Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir (Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir 42.), Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Ólína Ýr Björnsdóttir 89.), Fanney Þórunn Kristinsdóttir fyrirliði, Heiða Helgudóttir, Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir, Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Jóhanna Ósk Kristinsdóttir 70.), Hafdís Mjöll Pálmadóttir.
Varamenn: Telma Rún Rúnarsdóttir, Signý Jóna Bjarnveigardóttir.

Dómari: Ómar Örn Erlingsson.
Aðstoðardómarar: Ægir Magnússon og Sigurður Smári Hansson.
Áhorfendur: 50.