Fréttir

Knattspyrna | 24. júlí 2003

Naumt tap hjá stelpunum

Í gærkvöldi tók 3. flokkur kvenna á móti liða Aftureldingar.  Leikurinn var færður inn í Reykjaneshöll sökum mikillar vætu á vellinum við Iðavelli.  Fullar sjálfstraust byrjuðu stelpurnar leikinn á fullu og ætluðu að selja sig dýrt en á 10. mínutu komust gestirnir yfir á þvílíku rangstæðumarki að það hálfa væri nóg.  En stelpurnar létu þetta ekki slá sig út af laginu og börðust eins og ljón út um allan völl.  Með þessari baráttu og vinnusemi fengu þær nokkur góð færi en markvörður Aftureldingar átti mjög góðan leik og  tók það sem kom á markið.  Staðan í hálfleik var því 0-1.  Seinni hálfleikur einkenndist af sömu baráttu og sá fyrri og áttum við mun meira í leiknum.  Vörnin var að spila glimrandi vel sem og miðjan, stelpurnar voru að hirða marga skallabolta en það hefur reynst okkur dýrt í sumum leikjum í sumar að hirða ekki þá bolta, framherjarnir voru að fá fína bolta til að moða úr.  En eins og stundum áður voru lukkudísirnar einfaldlega ekki með okkur í þessum leik en vonandi kemur að því.  Það hefði ekki verið ósangjarnt, ef hægt er að tala um það, að við hefðum unnið þennan leik með einu til tveimur mörkum.  Ekki er hægt að taka einhverja eina út sem stúlku leiksins, því að liðið í heild sinni var stúlka leiksins.

3. flokkur kvenna, 11 manna lið:
Keflavík - Afturelding: 0 - 1

Stúlka leiksins: Allar

Elís Kristjánsson þjálfari skrifar

3. flokkur kvenna - Keflavík - Afturelding