Fréttir

Knattspyrna | 20. apríl 2004

Naumt tap í Danmörku

Þessa dagana er meistaraflokkur karla við æfingar og keppni í Danmörku.  Hópurinn dvelur í Helsingör í góðu yfirlæti og er æft af krafti, tvisvar á dag.

Í dag lék liðið æfingarleik við lið Holbæk, sem leikur í 2. deild (C-deild).  Okkar menn sóttu af krafti nær allan leikinn og voru klaufar að koma boltanum ekki í netið en það voru Danirnir sem gerðu eina mark leiksins.  Ólafur Ívar var rekinn af velli um hálftíma fyrir leikslok en okkar menn héldu áfram að sækja af krafti.  Eitthvað fór þó að draga af mönnum undir lokin enda erfiðar æfingar undanfarna daga farnar að segja til sín.  Serbarnir tveir sem eru til reynslu hjá Keflavík komu til móts við hópinn í Danmörku.  Þeir léku seinni hálfleikinn gegn Holbæk og stóðu sig vel þó lítið reyndi á þá, sérstaklega markmanninn.

Á morgun spila strákarnir við 1. deildarlið Brönshöj en Guðmundur Steinars spilaði einmitt með því liði.  Líklega verður einnig leikið á fimmtudag en lið Helsingör hefur sýnt áhuga á að koma á leik þann dag.