Naumt tap í Danmörku og Keflavík úr leik
Keflavík tapaði 1-2 fyrir Midtjylland í seinni leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Það þýðir að samanlögð úrslit leikjanna eru 4-4 en danska liðið kemst áfram með því að skora fleiri mörk á útivelli. Baldur Sigurðsson skoraði á 24. mínútu en Midjylland komst yfir með tveimur mörkum á 67. og 73. mínútu. Það voru þeir Simon Poulsen og Sergey Dadu sem skoruðu mörk Midtjylland. Evrópuævintýrinu er því lokið þetta árið en við getum verið stolt af frábærri frammistöðu okkar manna gegn feykisterku liði.
Byrjunarliðið gegn Midtjylland og liðið tekur sig vel út í hvítu búningunum.
(Mynd: Jón Örvar Arason)