Fréttir

Knattspyrna | 22. febrúar 2009

Naumur sigur gegn ÍR

Keflavík vann nauman sigur á 1. deildarliði ÍR í fyrstu umferð Lengjubikarsins en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni í gær.  ÍR-ingar komu ákveðnir til leiks og komust tveimur mörkum yfir.  Trausti Björn Ríkharðsson og Guðfinnur Þórir Ómarsson skoruðu mörkin.  Okkar menn tóku loksins við sér og tryggðu sér sigurinn.  Hörður skoraði þá tvö mörk og Guðjón Árni tryggði sigurinn rétt fyrir leikslok.  Næsti leikur okkar í Lengjubikarnum verður gegn Selfossi í Kórnum sunnudaginn 8. mars.

Keflavík: Magnús - Guðjón fyrirliði, Jón Gunnar, Nico, Tómas - Haukur Ingi, Einar Orri, Símun, Magnús - Hörður, Jóhann.
Sigurbergur, Sigurður Sævars og Hólmar Örn komu inn á í hálfleik og þeir Brynjar, Högni og Viktor í seinni hálfleik.



Þjálfararnir og félagarnir Kristján og Guðlaugur.


Byrjunarlið Keflavíkur.
 


Markaskorararnir Guðjón og Hörður.