NES í heimsókn
Félagar í NES, íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum, heimsækja leikmenn Keflavíkur á æfingu laugardaginn 10. september n.k. Þessi föngulegi og glaðværi hópur eru einhverjir eitilhörðustu stuðningsmenn Keflavíkur og er þetta í annað sinn sem við bjóðum þeim í heimsókn. Hópurinn mætir ásamt foreldrum eða vandamönnum, heilsar upp á leikmenn, kennir þeim örfá trix á vellinum og síðan er myndataka af öllum hópnum, leikmönnum Keflavíkur og NESS. Í fyrra fengum við VÍFILFELL í lið með okkur vegna heimsóknarinnar og nú þurfti aðeins að segja þeim að Nes væri að koma í heimsókn og kassi fullur af óvæntum glaðningi er kominn í okkar hendur. Þá bætist OLÍS við í stuðningsmannhópinn og glaðningur frá þeim fylgir með í pakkanum, auk góðgætis sem við lumum á í Kjallaranum. ási