Nettó í samstarfi við Knattspyrnudeild
Knattspyrnudeild Keflavík og Nettó hafa undirritað eins árs samstarfssamning. Samningurinn markar upphafið að samstarfi Nettó og deildarinnar en Samkaup hefur styrkt Knattspyrnudeildina með myndarlegum hætti í allmörg ár. Nettó opnaði á dögunum nýja verslun í Reykjanesbæ og það er mjög ánægjulegt að þetta öfluga fyrirtæki styðji við bakið á knattspyrnunni í Keflavík. Það voru þeir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar, sem undirrituðu samninginn.
Sturla og Þorsteinn handsala samninginn.