Nettó-völlurinn í sérflokki
Nú styttist í annan heimaleik sumarsins sem verður á mánudag gegn Fylki á Nettó-vellinum. Þeir sem mættu á fyrsta heimaleikinn sáu auðvitað að völlurinn okkar er í algjöru toppstandi en skilyrði hafa ekki verið góð fyrir knattspyrnuvelli landsins þetta vorið. Þess má geta að KSÍ gerði nýlega hefðbundna úttekt á vellinum og þar fékk hann umsögnina framúrskarandi. Það er okkur aiuðvitað mikið ánægjuefni og segja má að þar séu nokkrar ástæður að baki. Má þar nefna hitalögnina undir vellinum, nýtt vatnsúðunarkerfi og einnig hvernig völluirnn var uppbyggður við endurnýjun hans fyrir þremur árum. Síðast en ekki síst má þakka þessa umsögn góðu starfi vallarstjórans Sævars Leifssonar en hann hefur hirt um völlinn af mikilli fagmennsku og alúð.
Og þá er bara að mæta á völlinn og sjá góðan fótbolta á góðum knattspyrnuvelli...